Ert þú á aldrinum 18-35 ára?

Við leitum að ungum félagsmönnum til að taka þátt í starfi FVSA

Innan verkalýðshreyfingarinnar er lögð áhersla á að fá ungt fólk til þátttöku í starfi stéttarfélaganna og að rödd þeirra fái brautargengi í samtali um kaup, kjör og réttindi. Með þátttöku öðlast félagsmenn þekkingu á starfi hreyfingarinnar, reynslu í samtali og rökræðu, auk þess að efla tengslanet sitt í samskiptum við fjölbreyttan hóp fólks.

Vilt þú leggja þitt af mörkum?

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni leitar að öflugu ungu fólki til þess að stíga inn í þessa umræðu og vera fulltrúar félagsins í ungliðavinnu verkalýðshreyfingarinnar. Ef þú ert á aldrinum 18-35 ára og hefur áhuga á að vera virk/ur/t í kjarabaráttunni sem fulltrúi félagsins hvetjum við þig til þess að hafa samband með því að senda póst á fvsa@fvsa.is eða hringja í síma 455-1050. 

Framundan eru spennandi viðburðir eins og fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG, félagafundur FVSA og gerð kröfugerðar fyrir næstu kjarasamninga. Einnig hvetjum við unga félagsmenn til þess að gefa kost á sér sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað ef tækifæri gefst.