Fjölmennum og fögnum á verkalýðsdaginn!

Kæra félagsfólk, 

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni sendir baráttukveðjur og óskar ykkur og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Í ár eru 100 ár frá því að verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Síðan þá hefur mikið áunnist í réttindabaráttunni og hvetjum við ykkur til þess að sýna samstöðu með því að mæta í kröfugöngu stéttarfélaganna.

Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 og leggur af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00. Að göngu lokinni tekur við hátíðardagskrá í Hofi sem lýkur á kaffisamsæti.

Á Siglufirði verður boðið upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b milli kl. 14:30 - 17:00.