Fulltrúakjör

Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni auglýsir eftir listum um kjör fulltrúa  á 31. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.

Listar skulu vera með 6 aðalfulltrúum og 6 til vara á þing LÍV sem haldið verður á Akureyri 18. og 19. október 2019.

Hverjum lista skulu fylgja meðmæli 25 fullgildra félagsmanna.

Listum skal skila á skrifstofu FVSA, Skipagötu 14, 600 Akureyri eigi síðar en hádegi mánudaginn 30. september n.k.