Hækkun á styrkjum í starfsmenntasjóðum

Á stjórnarfundi Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks í september var samþykkt hækkun á styrkjum til félagsmanna sem tók gildi nú um áramótin.

Veittur er hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári.
90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi – hámark 130 þúsund.
50% af tómstund – hámark 30 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).
50% af ferðastyrk – hámark 40 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).
Uppsöfnun einstaklinga til þriggja ára verður því 390 þúsund fyrir einu
samfelldu námi.

Sjá nánar hér