Laun hækka vegna hagvaxtarauka

Í lífskjarasamningunum var samið um sérstakar viðbótarhækkanir á laun og taxta yrði efnahagsþróun hagfelldari en væntingar voru um. Þar segir:

„á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa. Útreikningur launaaukans byggir á bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um vísitölu vergrar landsframleiðslu á mann sem birtast í byrjun mars ár hvert fyrir næstliðið ár“

Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt kjarasamningum hefur hist og rætt hagvaxtarauka kjarasamninga. Líkt og greint var frá nýverið jókst landsframleiðsla á mann um 2,53% á síðasta ári. Þetta hefur þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninga hefur virkjast í fjórða þrepi.

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Hagvöxtur skv. mælingum í mars var 2,53%. Það þýðir að launaaukinn verður 10.500 krónur á taxta og 7.875 á almenn laun. Launataxtar hækka frá og með 1. apríl og koma til greiðslu með launum 1. maí.

Launataxtar 1. apríl 2022

 

Upplýsingar fengnar af vef ASÍ