Hverjir hafa atkvæðisrétt?

Allir félagsmenn sem starfa eftir nýjum kjarasamningum LÍV/FVSA sem undirritaðir í apríl eru á kjörskrá. Kjörskrárstofn miðast við greidd iðgjöld á ársins 2019.

Upplýsingar til atkvæðisbærra félagsmanna

Aðgang að rafrænum atkvæðaseðli má finna hér fyrir ofan. Þeir sem ekki hafa aðgang að atkvæðaseðli en telja sig eiga rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi til kjörstjórnar á netfangið fvsa@fvsa.is fyrir lok kjörfundar. Kærufrestur er til loka kjörfundar.

Hvernig á að kjósa?

Kosningin fer fram á vef FVSA, sjá tengil á forsíðu. Þar skráir þú þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þá opnast atkvæðaseðill í nýjum vafra og upplýsingar um hvernig þú átt að bera þig að við að greiða atkvæði. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn skilríki getur þú sótt um á island.is.