Kosningavefur um sérkjarasamning innanlandsflugs

Atkvæðagreiðsla um nýjan sérkjarasamning Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd innanlandsflugs Icelandair er hafin. 

Það félagsfólk sem á rétt á að kjósa um samninginn hefur nú fengið tölvupóst með kjörgögnum og rafrænum atkvæðaseðli. Við hvetjum félagsfólk til þess að kynna sér samninginn, sem einnig er hægt að nálgast hér fyrir neðan og leita til félagsins með fyrirspurnir í síma 455-1050 eða með því að senda tölvupóst á eidur@fvsa.is 

Sérkjarasamningur innanlandsflugs Icelandair

Kynning á samningnum PDF

Atkvæðisbært félagsfólk getur farið inn á kosningavefinn með því að klikka á hlekkin hér fyrir neðan, skráð sig inn á rafrænum skilríkjum og fylgja þar leiðbeiningum:

SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA UM SÉRKJARASAMNING UM INNANLANDSFLUG

Félagsfólk sem ekki getur kosið en telur sig eiga rétt á að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, vinsamlega sendið erindi til Kjörstjórnar FVSA á fvsa@fvsa.is eða hafið samband í síma 455-1050.