Mikil ánægja félagsmanna FVSA með orlofshús og íbúðir í Reykjavík.

FVSA fékk Gallup til að framkvæma fyrir sig skoðanakönnun á dögunum. Könnunin var opin frá 6. september til og með 24. september. Könnunin var send á 1139 manna úrtak og svöruðu 661, eða 58%. Hægt er að skoða niðurstöðurnar hér.

Mikil ánægja er með fasteignir félagsins, orlofshúsin og íbúðir í Reykjavík. 40% svarenda höfðu nýtt sér orlofshús félagsins á Illugastöðum, Skógarsel í Vaglaskógi og/eða íbúðir félagsins við Mánatún í Reykjavík. Fólk var beðið um að gefa staðsetningu, aðgengi, húsbúnað og hreinlæti/þrif einkunn og var meðaleinkunn í hverjum flokki frá 8,0-9,5.