Opnað fyrir lausar orlofsvikur

Úthlutun lokið fyrir sumar 2024

Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið er lokið og hafa allir umsækjendur fengið svarbréf sent í tölvupósti, athugið að svarbréfið gæti hafa lent í ruslpósti. Við vekjum athygli á að þeir félagsmenn sem fengu úthlutað orlofshúsi í sumar þurfa að greiða leiguna í síðasta lagi miðvikudaginn 10. apríl. Eftir þann dag fellur bókunin niður ef hún er ógreidd.

Hægt er að greiða fyrir úthlutuð orlofshús í gegnum félagavefinn. Félagsmaður skráir sig þá inn á félagavefinn, velur þar Orlofshús > Bókunarsaga, finnur þar úthlutunina og velur "greiða". Einnig er hægt að greiða með korti á opnunartíma skrifstofunnar eða með millifærslu (hafið samband við skrifstofu í gegnum fvsa@fvsa.is til að fá upplýsingar).

Opnað fyrir lausar orlofsvikur í sumar og næsta vetur

Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2024 og vetrarleigu 2024 til maí loka 2025 á félagavefnum þann 16. apríl kl. 18:30. Aukaopnun verður á skrifstofu félagsins þann dag milli klukkan 18:15 og 19:30. 

  • Hægt verður að skoða lausar vikur inni á félagavefnum 12. apríl. Lausar vikur verða gular á dagatalinu.
  • Félagsmenn eru hvattir til að fara inn á félagavefinn og skoða lausar orlofsvikur áður en opnað er fyrir bókanir þann 16. apríl.

Félagsfólki er bent á að senda fyrirspurnir varðandi orlofsúthlutunina á fvsa@fvsa.is eða hringja í síma 455-1050

Að bóka orlofshús á félagavefnum

Efst uppi til hægri á vef félagsins er valmynd þar sem stendur "Félagavefur", þegar klikkað er á letrið birtist viðmót fyrir félagavefinn. Til að skrá sig inn þarf að velja "Innskráning" sem er lengst til hægri á bláu stikunni, þá birtist gluggi þar sem er hægt að skrá sig inn með veflykli eða rafrænum skilríkjum. Ef það kemur villumelding um að þú hafir ekki heimild til að skrá þig inn er best að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 455-1050 eða í gegnum fvsa@fvsa.is 

Til að bóka orlofshús: 

  • Veljið "Orlofshús" á bláu stikunni efst
  • Þá birtist ljósgrá stika fyrir neðan, veljið þar "Laus orlofshús"
  • Þá opnast valmynd með yfirliti yfir öll orlofshúsin á dagatali 
  • Dagar og tímabil eru litamerkt á dagatalinu
    • Rautt = bókað og greitt, ekki hægt að bóka
    • Appelsínugult = ekki hægt að bóka (t.d. vegna viðhalds eða orlofstímabil lokað)
    • Hvítt = lausir dagar 
    • Ferskjulitað = ófrágengið 
    • Ljósgult = laus tímabil sem verða opnuð
    • Blágrænt = bókun í þínu nafni
  • Hafðu opna þá daga/tímabil á dagatalinu sem þú ætlar að bóka 
  • Farðu svo í valmyndina fyrir ofan dagatalið þar sem stendur "Veljið hús"
  • Veldu það hús sem þú ætlar að bóka úr flettilistanum og ýttu á gráa "Bóka" hnappinn
  • Þá birtist ný valmynd þar sem þú velur dagsetningu, frá þeim degi sem þú vilt komast inn og til þess dags sem þú ætlar út. 
  • Settu inn símanúmerið þitt í þar til gerðan dálk 
  • Hakaðu við að þú samþykkir skilmálana (linkur á skilmála er í bláu) 
  • Ýttu á bóka
  • Í framhaldinu birtist greiðslugátt þar sem þú greiðir fyrir bókunina 
  • Ef bókun er ekki greidd innan 15 mínútna fellur hún út 
  • Gott er að athuga hvort að bókun sé örugglega frágengin með því að velja Orlofshús > Bókunarsaga
  • Til að sækja leigusamning er farið í Orlofshús > Bókunarsaga > Skoða 

Fara á félagavef

Endilega hafðu samband við skrifstofu félagsins á opnunartíma í síma 455-1050, líttu til okkar eða sendu okkur tölvupóst á fvsa@fvsa.is ef þú hefur einhverjar spurningar.