Þing LÍV á Selfossi

Fulltrúar FVSA á þinginu; Guðlaug Kristjánsdóttir, Agnes Reykdal, Claudia Lobindzus og Eiður Stefáns…
Fulltrúar FVSA á þinginu; Guðlaug Kristjánsdóttir, Agnes Reykdal, Claudia Lobindzus og Eiður Stefánsson, formaður.

Þing LÍV á Selfossi

33. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) var sett á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 19. október 2023 og lauk á föstudegi. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni átti fjóra fulltrúa á þinginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV, setti þingið og Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, ávarpaði þingfulltrúa.

Fyrrum formaður FVSA heiðruð 

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA árin 2005-2015, var sæmd gullmerki LÍV á þinginu fyrir framúrskarandi störf í þágu verslunarfólks á Íslandi og fyrir störf í þágu LÍV. Úlfhildur var ekki viðstödd afhendingu merkisins, en núverandi formaður félagsins, Eiður Stefánsson, tók við merkinu fyrir hennar hönd og las upp kveðju frá henni.

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrrum formaður FVSA. Ljósmynd: Þröstur Ernir, Vikublaðið

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrrum formaður FVSA. Ljósmynd: Þröstur Ernir, Vikublaðið

Dagskrá þingsins

Meðal framsögufólks á þinginu voru Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, sem hélt erindi um réttlát umskipti og Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR, fjallaði um framtíð starfa í stafrænum heimi. Þá hélt Linda Palmetzhofer, formaður Handels í Svíþjóð, erindi um stöðu verslunarfólks á Norðurlöndunum.

Seinni dagur þingsins var helgaður málefnastarfi í tengslum við kröfugerð VR/LÍV í komandi kjarasamningum.

Lesa má nánar um dagskrá og framvindu þingsins inni á vef LÍV.