Viðhald og breytingar á orlofshúsum félagsins

Viðhald og breytingar á Illugastöðum

Við vekjum athygli félagsmanna á að lokað er fyrir leigu á orlofshúsum númer 2 og 12 á Illugastöðum um tíma vegna viðhalds og breytinga. Um er að ræða minni tvo af þremur bústöðum félagsins á Illugastöðum.

Til stendur að útbúa rýmra eldhús með uppþvottavél, fækka gistiplássum úr átta í sex, stækka hjónarúm, endurnýja baðherbergi, mála og skipta um gólfefni í báðum húsum. Farið er í þessar breytingar til að mæta ábendingum gesta og vilja félagsins til að halda orlofshúsum félagsmanna við til framtíðar.

Íbúðir í Mánatúni yfirfarnar

Í september var farið í viðhald og alþrif á íbúðum félagsins í Mánatúni í Reykjavík. Meðal verkefna var að mála veggi og skipta út húsgögnum þar sem þörf var á, auk þess sem ýmislegt smálegt var lagfært.

Orlofshús eign félagsmanna

Orlofshúsin og -íbúðirnar eru eign félagsmanna FVSA. Ávallt hefur verið lögð áhersla á snyrtilega umgengni og gott viðhald. Í leigusamningi sem félagsmenn fá afhentan við greiðslu eru leiðbeiningar um hvernig skilja skal við íbúð/hús við brottför. Við biðlum til félagsmanna að láta starfsfólk á skrifstofu vita ef eitthvað bilar, brotnar eða er ábótavant í íbúðum og húsum félagsins til að hægt sé að bregðast við. 

Við þökkum félagsmönnum fyrir góða umgengni og óskum ykkur góðrar dvalar í orlofskostum félagsins.