Opið fyrir orlofshúsaumsóknir

Kæru félagsmenn, 

Búið er að opna fyrir umsóknir um leigu orlofshúsa og Viku að eigin vali fyrir sumarið 2024.

Umsóknarfrestur um orlofshús er til 25. mars!

Gagnlegir punktar:

  • Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 25. mars
  • Sótt er um á félagavefnum
  • Sumarleigutímabilið er frá 5. júní til 16. ágúst 2024
  • Við minnum félagsfólk á að skrá netfang sitt inni á félagavefnum undir Stillingar > Notandaupplýsingar
  • Umsækjendur fá svar með tölvupósti varðandi úthlutunina um mánaðamótin mars/apríl
  • Þau sem fá úthlutað þurfa að greiða fyrir leiguna í síðasta lagi 10. apríl 2024
  • Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2024 og vetrarleigu 2024 til maí loka 2025 á félagavefnum þann 16. apríl kl. 18:30 (betur auglýst síðar)
  • Útilegukortið og Veiðikortið verða til sölu á skrifstofu félagsins með vorinu.

Félagsfólki er bent á að senda fyrirspurnir varðandi orlofsúthlutunina á fvsa@fvsa.is eða hringja í síma 455-1050


Orlofspunktar

Staða orlofspunkta forgangsraðar umsóknum við sumarúthlutun. Félagsfólk sem er með laun jöfn eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks ávinna sér tvo orlofspunkta á mánuði, félagsfólk sem er þar undir ávinnur sér einn orlofspunkt.

  • Dæmi: Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um sömu vikuna, fær sá félagsmaður úthlutað sem er með flesta orlofspunkta.
  • Það félagsfólk sem er með mínus punkta getur fengið úthlutað ef enginn annar sækir um sama orlofshús/tímabil.

Punktastaða félagsmanna FVSA í 15. janúar 2024:

  • 434 félagsmenn eiga meira en 200 orlofspunkta
  • 233 félagsmenn eiga 150 til 200 orlofspunkta
  • 391 félagsmenn eiga 100 til 150 orlofspunkta
  • 505 félagsmenn eiga 50 til 100 orlofspunkta

Við hvetjum félagsfólk til þess að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.