Aðgerðir stjórnvalda

Viðamiklar aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum nema um 80 milljörðum króna og er einkum ætlað að styrkja stöðu ungs barnafólks og tekjulægri. Þær gera m.a. ráð fyrir mikilvægum skrefum í átt að afnámi verðtryggingarinnar og verða verðtryggð jafngreiðslulán ekki heimiluð til lengri tíma en 25 ára frá og með næstu áramótum. Þá munu ný verðtryggð lán miðast við vísitölu án húsnæðisliðar. Heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán verður framlengd í tvö ár og einnig verður heimilt að ráðstafa 3,5% lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Gerðar verða frekari breytingar á skattkerfinu sem fela í sér skattalækkun um alls tíu þúsund krónur, þegar þær hafa komið að fullu til framkvæmda. Það er ígildi tæplega 16 þúsund króna launahækkunar fyrir skatt. 

Breytingar á barnabótakerfinu, hækkun bóta um 16% og hækkun skerðingarmarka í 325 þúsund krónur á mánuði, munu að auki skila tekjulægri foreldrum og heimilum umtalsverðum ávinningi.

Hér má sjá stuðningsyfirlýsingu stjórnvalda við lífskjarasaminga

Skattalækkanir

 

  • Skattar verða lækkaðir með sérstaka áherslu á tekjulága hópa.
  • 10.000 kr. fyrirhugaðar skattalækkanir er ígildi 15.900 kr. launahækkunar fyrir skatt.

 

Barnabætur

Aðgerðir stjórnvalda: Barnabætur hækkaðar og skerðingarmörk þeirra hækki

 

Samantekt: Skattalækkun og aðrar aðgerðir stjórnvalda