Styrkir til elli- og örorkulífeyrisþega

Örorkulífeyrisþegar eiga rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði í 2 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast.

Ellilífeyrisþegar eiga rétt á styrkjum úr sjúkrasjóði í 7 ár eftir að greiðslur til félagsins hætta að berast.

Aðstandendur félagsmanns sem hættur er að greiða til félagsins vegna örorku eiga rétt á dánarbótum kr. 150.000 í 2 ár eftir að greiðslur hætta að berast. 

Aðstandendur félagsmanns sem hættur er að greiða til félagsins vegna aldurs eiga rétt á dánarbótum kr. 150.000 í 7 ár eftir að greiðslur hætta að berast. 

Elli- og örorkulífeyrisþegar eiga rétt á styrkupphæð miðað við greiðslur síðustu 12 mánaða í starfi. 

Stjórn sjóðsins hefur heimild til að veita styrk vegna andláts sjóðfélaga sem látið hefur af starfi meira en tveimur/ sjö árum fyrir andlát. (Að hámarki kr. 150.000 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.) Umsókn um slíkan styrk þarf að fylgja skattframtal vegna næstliðins árs.