1. maí haldin hátíðlegur

Fjölmenni safnaðist saman á Akureyri til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí.
Kjörorð dagsins voru "Jöfnum kjörin – samfélag fyrir alla." Gengið var frá Alþýðuhúsinu gegnum miðbæinn að Ráðhústorgi og svo niður í Menningarhúsið HOF, þar sem fram fór hátíðardagskrá í tilefni dagsins.
Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, flutti ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna við Eyjafjörð og Drífa Snædal, forseti ASÍ, flutti aðalræðu dagsins. Auk þess var boðið upp á skemmtiatriði. Örn Smári Jónsson söng frumsamin lög og Svenni Þór og Regína Ósk sungu lög úr myndinni A star is born. Hátíðardagskrá lauk með sameiginlegum söng á Maístjörnunni undir stjórn Svenna og Regínu.
Að dagskrá lokinni var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðaborð í Menningarhúsinu HOFI.

Hægt er að sjá myndir frá deginum hér