Aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni

Aðalfundur félagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 24. febrúar sl.  Fjölmennt var á fundinum og boðið var upp á léttar veitingar.  Eiður Stefánsson formaður FVSA fór yfir ársskýrslu stjórnar félagsins fyrir árið 2019, en skýrsluna má nálgast á heimasíðu FVSA.  Í henni er að finna yfirlit yfir alla viðburði og almenna starfsemi félagsins á nýliðnu ári. Hermann Brynjarsson fór yfir ársreikninga félagsins 2019.  Arnbjörg Jónsdóttir  varamaður í stjórn félagsins s.l. ár sagði frá ferð sinni til Palestínu, ferðina fór hún á vegum FVSA en ASÍ skipulagði þessa ferð. Þá varSigný Sigurðardóttir kvödd en hún hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið allt frá árinu 2002. Síðan fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkjöri lýst og kosningar.