Ályktun stjórnar FVSA

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni mótmælir þeim miklu hækkunum sem orðið hafa á fasteignagjöldum hjá Akureyrarbæ.  Félagið skorar á Akureyrarbæ að draga úr þessum hækkunum og fara ekki yfir 2,5% og styðja þannig við lífskjarasamninginn.