Atkvæðagreiðsla um sérkjarasamning félagsmanna hjá Flugfélagi Íslands

Ákveðið hefur verið að viðhafa atkvæðagreiðslu á kjörstað sbr. 9. gr. reglugerðar um atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga ASÍ. Greidd verða atkvæði um að samþykkja eða hafna sérkjarasamningi milli VR/LÍV og Samtaka atvinnulífsins vegna almenns skrifstofufólks og þeirra sem vinna vaktavinnu í farþegaafgreiðslu og þjónustu hjá Flugfélagi Íslands.

Undirritaður var nýr sérkjarasamningur vegna félagsmanna VR, LÍV sem starfa hjá Flugfélagi Íslands í gær þann 12. júní 2019. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2019 til 1. nóvember 2022 og er hann hluti af aðalkjarasamningi aðila.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér samninginn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem er haldin hjá Flugfélagi Íslands á Akureyrarflugvelli og á skrifstofu FVSA.

Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 18. og 19. júní 2019 milli kl. 9:00 og 16:00 báða daga.
Hjá Flugfélagi Íslands á Akureyrarflugvelli verða atkvæðaseðlar og kjörkassi frá kl. 13:30 til 14:30 18. og 19. júní 2019. Og svo á skrifstofu FVSA frá kl. 9:00 og 16:00 báða dagana.

Allir félagsmenn FVSA sem eru starfsmenn Flugfélags Íslands eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Kjörstjórn FVSA.