Eiður er formaður mánaðarins í hlaðvarpi ASÍ

Alþýðusamband Íslands (ASÍ), heldur úti hlaðvarpi þar sem áhersla er á viðtöl og vangaveltur um vinnumarkaðsmál, réttindi og skyldur launafólks og starfsemi stéttarfélaga.

Einn af dagskrárliðum hlaðvarpsins er Formaður mánaðarins og í nýjasta þættinum er formaður FVSA, Eiður Stefánsson, tekinn tali. Í viðtalinu segir Eiður frá því hvernig hann taldi stéttarfélög óþörf og hvernig honum snérist hugur eftir að hann gerðist virkur í grasrót síns stéttarfélags.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér.