Fræðsla í 10. bekk

Það voru hressir krakkar sem tóku á móti okkur í grunnskólanum í Fjallabyggð
Það voru hressir krakkar sem tóku á móti okkur í grunnskólanum í Fjallabyggð

Nemendur hvattir til að vera meðvitaðir um sinn rétt

Undanfarnar vikur höfum við heimsótt grunnskóla á þjónustusvæði félagsins og haldið kynningu fyrir 10. bekk um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Vel var tekið á móti okkur og voru nemendur til fyrirmyndar, sýndu efninu mikinn áhuga og spurðu viðeigandi spurninga enda mörg þeirra þegar þátttakendur á vinnumarkaði.

Tilgangurinn með heimsóknunum er að hvetja ungt fólk til þess að vera meðvitað um sín réttindi og vera vakandi fyrir eigin hag, m.a. með því að þekkja megininntak kjarasamninga, launataxta, vinnutíma, veikinda- og orlofsrétt. Við kynntum einnig þjónustu stéttarfélagana, helstu sjóði og styrki ásamt því að hvetja krakkana til þess að leita til síns félags ef þau hafa einhverjar spurningar.

Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og hvetjum aðra til að hafa samband ef þið hafið áhuga á að fá fræðslu frá félaginu.