Fróðlegu starfslokanámskeiði lokið

Við upphaf námskeiðs í húsakynnum SÍMEY
Við upphaf námskeiðs í húsakynnum SÍMEY

Í gær lauk vel heppnuðu starfslokanámskeiði sem Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) hélt í samstarfi við SÍMEY fyrir sína félagsmenn.

Námskeiðið samanstóð af fræðslu um lífeyrissjóði og sjúkratryggingar, andlegar og félagslegar hliðar þess að láta af störfum ásamt kynningum frá SÍMEY, Félagi eldri borgara, Akureyrarbæ og FVSA.

Alls mættu 27 félagsmenn sem létu vel af námskeiðinu og sögðu það bæði upplýsandi og gagnlegt. Félagið þakkar SÍMEY fyrir samstarfið og fyrirlesurum fyrir komuna.