Kjarasamningur VR/LÍV við Flugfélag Íslands samþykktur

Undirritaður var nýr sérkjarasamningur vegna félagsmanna VR, LÍV sem starfa hjá Flugfélagi Íslands þann 12. júní 2019. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2019 til 1. nóvember 2022 og er hann hluti af aðalkjarasamningi aðila.

Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 18. og 19. júní 2019. 

Niðurstaðan kosninga vegna kjarasamnings VR/LÍV við Flugfélag Íslands var eftirfarandi:

Á kjörskrá voru samtals 89. Það voru 50 sem kusu eða 56,2%.

Já sögðu 40 eða 80%

Nei sögðu 10 eða 20%.

Samningurinn telst því samþykktur.