Minnum á launahækkunina næstu mánaðamót

Samkvæmt kjarasamningum FVSA tók launahækkun gildi þann 1. apríl síðastliðinn og hækka taxtar um 24 þúsund krónur á mánuði en almenn launahækkun er 18 þúsund krónur.

Launahækkunin tekur til launa fyrir aprílmánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. maí næstkomandi. Athugið að þeir sem eru á hlutabótum fá hækkun á þann hluta launa sem greiddur er af atvinnurekanda. 

Kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 2,5% á sömu dagsetningu, nema um annað hafi verið samið.