Okkur vantar myndir!

Í nóvember 2020 mun Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) fagna 90 ára afmæli sínu. Af því tilefni er nú unnið að ritun sögu félagsins. Góðar myndir segja alltaf sína sögu og nú leitum við að sem flestum slíkum til að nota í þetta merka rit.

Átt þú góða(r) mynd(ir)?

Við leitum til félagsmanna og annarra íbúa á félagssvæði FVSA. Eigið þið myndir sem tengjast sögu félagsins? Meðal mynda sem gætu hentað eru:

  • Myndir úr verslunum fyrri ára og öðrum fyrirtækjum þar sem félagsmenn FVSA starfa/störfuðu.

  • Götumyndir og/eða myndir af einstökum verslunum/fyrirtækjum.

  • Myndir frá merkum stundum í sögu félagsins, t.d. fundum og öðrum samkomum.

  • Myndir frá verkfallsátökum fyrri ára.

  • ... og þannig mætti lengi telja! 

Ef þú átt mynd eða myndir sem falla undir ofangreinda lýsingu, hafðu þá samband við okkur í gegnum facebook-síðu félagsins eða með því að senda okkur póst á fvsa@fvsa.is Einnig má hringja í síma 455-1050