Opið fyrir orlofshúsaumsóknir

Kæru félagsmenn, 

Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarleigu 2023.

Umsóknarfrestur um orlofshús og viku að eigin vali er til 27. mars.

Gagnlegir punktar

 • Sótt er um á félagavefnum
 • Sumarleiga orlofshúsa er frá 2. júní til 18. ágúst 2023
 • Umsækjendur fá svar með tölvupósti um úthlutunina um mánaðamótin mars/apríl
 • Þeir sem fá úthlutað þurfa að greiða í síðasta lagi 12. apríl 2023
 • Við minnum félagsmenn á að skrá netfang sitt inni á félagavefnum undir Stillingar > Notandaupplýsingar

Útilegukortið og Veiðikortið verða til sölu á skrifstofu félagsins með vorinu.

Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumarið 2023 og vetrarleigu 2023 til maí loka 2024 á félagavef þann 18. apríl kl. 12:00


Orlofspunktar

Staða orlofspunkta forgangsraðar umsóknum við sumarúthlutun.

Félagsmenn sem eru með laun jöfn eða hærri en byrjunarlaun afgreiðslufólks ávinna sér tvo orlofspunkta á mánuði, félagsmenn sem eru þar undir ávinna sér einn orlofspunkt. 

 • Dæmi: Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um sömu vikuna, fær sá félagsmaður úthlutað sem er með flesta orlofspunkta.

 • Þeir félagsmenn sem eru með mínus punkta geta fengið úthlutað ef enginn annar sækir um sama orlofshús/tímabil.

Punktastaða félagsmanna FVSA í 1. febrúar 2023:

 • 319 félagsmenn eiga meira en 200 orlofspunkta
 • 194 félagsmenn eiga 150 til 200 orlofspunkta
 • 286 félagsmenn eiga 100 til 150 orlofspunkta
 • 418 félagsmenn eiga 50 til 100 orlofspunkta

Við hvetjum félagsmenn til þess að hafa samband ef þeir hafa einhverjar spurningar.