Opnun fyrir bókun orlofshúsa á morgun, 14. apríl

Kæru félagsmenn, 

Á morgun, miðvikudaginn 14. apríl kl. 12:00, verður opnað fyrir bókanir á lausum orlofshúsavikum í sumar og vetrarleigu 2021-2022 á félagavefnum.

Hægt er að fara inná félagavefinn í dag til að sjá þær vikur sem verða lausar. 

Leiðbeiningar:

Inná félagavefnum er farið í flipann "Orlofshús" og svo í "Laus orlofshús". Passa þarf að taflan yfir húsin sýni vikuna sem þú vilt bóka. 
Þær vikur sem eru litaðar ljósgular verða bókanlegar á morgun. Þær verða svo hvítar þegar opnað hefur verið fyrir bókanir klukkan 12:00. Veljið hús með því að fara í flettigluggann fyrir ofan töfluna.

Ef spurningar vakna getur starfsfólk félagsins aðstoðað í síma 455-1050 á opnunartíma skrifstofunnar.