Næstu skref - rafrænt örnámskeið eftir atvinnumissi

VR og LÍV eru að bjóða upp á rafrænt örnámskeið fyrir þá sem hafa nýlega verið sagt upp störfum af hálfu atvinnurekanda. Félagsmenn FVSA eru hvattir til að nýta sér þetta námskeið.

Í byrjun námskeiðsins fer Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, yfir réttarstöðu einstaklinga gagnvart starfslokum af þessu tagi og svarar algengustu spurningunum sem brenna á félagsmönnum við þessar aðstæður.

Því næst mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig við getum unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar á reynir. Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður.

Þegar þau hafa lokið erindum sínum svara þau fyrirspurnum. Hægt er að senda inn fyrirspurnir með því að fara inn á www.menti.com og slá inn kóðann 39508. Þar geta félagsmenn skrifað spurningar sínar, skoðað aðrar spurningar og einnig líkað við þær spurningar sem þeir myndu vilja sjá svarað.

Örnámskeiðið verður sent út rafrænt í beinni útsendingu þann 12. maí kl. 15:00 - 16:30.

Smelltu hér til að skrá þig.