Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði

Nú þegar mörg ungmenni eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði er rétt að minna á fræðslu um réttindi, vinnutíma og laun á vef félagsins. Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að fara yfir launaseðilinn mánaðarlega, halda vel utan um vinnutíma og kynna sér launataxta miðað við aldur og reynslu á vinnumarkaði.

Fræðsla um vinnutíma og laun má finna HÉR

Svör við helstu spurningum finnur þú HÉR

Við minnum á að ef þú ert í vanda með að skilja launaseðilinn þinn getur þú rætt við trúnaðarmann á þínum vinnustað eða leitað til okkar. Skrifstofa FVSA er opin mánudaga - fimmtudaga kl. 08:00-16:00 og á föstudögum kl. 08:00-13:00. Sími félagsins er 455-1050 og netfangið fvsa@fvsa.is