Síðasti dagur til að sækja um er 25. mars

Minnum á að síðasti dagur til að sækja um orlofshús, viku að eigin vali
og útilegukort er 25. mars 2020.

Síðasti dagur til að greiða orlofshúsabókun fyrir sumarið er 6. apríl n.k.
Ef greiðsla hefur ekki borist fyrir tilsettan tíma fellur bókunin niður.

Opnað verður fyrir lausar orlofsvikur sumar 2020 og vetrarleigu
2020 til maíloka 2021 á félagavef 8. apríl kl. 12:00.

Þar geta félagsmenn bókað og greitt laus orlofshús og þá gildir reglan
– fyrstur kemur fyrstur fær.