Síðasti skiladagur vegna styrkja á árinu

Síðasti skiladagur vegna styrkja á árinu er 27. desember

Við minnum á að síðasti skiladagur á gögnum vegna styrkja á árinu 2021 er 27. desember. Greiðsla styrkja vegna desembermánaðar verður 30. desember nk., en það er síðasti úthlutunardagur ársins 2021. 

Styrkbeiðnir sem koma inn eftir 27. desember verða afgreiddar í byrjun febrúar og færast sem styrkur á árinu 2022.

Til að sækja um styrk úr sjúkrasjóð s.s. fyrir líkamsrækt, sjúkraþjálfun, sálfræðiviðtölum eða krabbameinsleit má senda tölvupóst með mynd af greiðslukvittun í viðhengi á netfangið fvsa@fvsa.is. Til að sækja um styrk úr Starfsmenntasjóð félagsins er hægt að fylla út rafræna umsókn á vef félagsins hér.

Einnig er hægt að skila inn kvittunum og fylla út umsóknir á skrifstofu félagsins á opnunartíma