Sumar- og vetrarleiga 2020 - 2021

Minnum á að á morgun 8. apríl 2020 kl. 12 verður opnað fyrir bókun á félagavef á lausum orlofshúsavikum fyrir sumarið 2020 og vetrarleigu 2020-2021. 

Hægt er að fara inná félagavefinn í dag til að sjá það sem verður laust en ekki hægt að bóka fyrr en kl 12 á hádegi á morgun 8. apríl.

Leiðbeiningar:
Inná félagavefnum er farið í flipann "Orlofshús" og svo í "Laus orlofshús"
Passa þarf að taflan yfir húsin þarf að sýna vikuna sem þú vilt bóka 
Það sem er ljósgult á lit er það sem kemur til með að vera bókanlegt á morgun 8. apríl kl 12 og verður hvítt þegar hægt er að bóka.
Veljið hús með því að fara í flettigluggan fyrir ofan töfluna.