Sumar 2010

Félagsmönnum Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni bjóðast fjölbreyttir valkostir hvað varðar orlofshús og íbúðir sumarið 2010:

Tvær íbúðir í Reykjavík, hús no 2 og 19  á Illugastöðum, Skógarsel í Vaglaskógi, orlofshús á Einarsstöðum, Héraði, tvö hús í Grímsnesi, Kjarrengi 7 og Nónhvammur, hús í orlofsbyggðinni Flókalundi í Vatnsfirði og hús í orlofsbyggðinni Ölfusborgum.

Í öllum okkar íbúðum og sumarhúsum er sjónvarp og útvarp. Þá er samanbrjótanlegt ungbarnarúm á öllum stöðum, sem og ungbarnastólar, sjá nánari upplýsingar um hvert hús.

Umsóknarfrestur um orlofshús og orlofsstyrki vegna sumarleigu er til 22. mars 2010

75 orlofsstyrkir allt að kr. 15.000.-  veittir vegna gistikostnaðar á tímabilinu 1. maí til 15. september 2010.              

Sótt er um orlofshús og orlofsstyrki á félagavefnum. Umsækjendur fá skriflegt svar um úthlutunina fyrir mánaðarmót mars/apríl.

Þá mun félagið, eins og sl. sumar, selja niðurgreidda gistimiða á Edduhótelin víðs vegar um landið.

Samningur um 25% afslátt af listaverði á 10 Fosshótelum um land allt og 10% afsláttur á  gistiheimili í Reykjavík