Þjónustufulltrúi óskast

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni óskar eftir að ráða öflugan liðsmann í starf þjónustufulltrúa hjá félaginu. Leitað er að einstaklingi sem er einstaklega þjónustulundaður ásamt því að hafa glaðlegt yfirbragð. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf.

Starfssvið

  • Umsjón með innheimtu og skráningu á félagsgjöldum.
  • Samskipti við vinnuveitendur.
  • Greiðsluvinnslur vegna styrkja í samvinnu við skrifstofustjóra.
  • Upplýsingagjöf til félagsmanna.
  • Lögfræðileg málefni, t.d. tengd kjarasamningum.
  • Eftirlit með vinnustaðaskírteinum.
  • Afleysingar í afgreiðslu og símsvörun.
  • Greinarskrif í fréttablað FVSA.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Reynsla og þekking á vinnumarkaði og nærsamfélaginu.
  • Þekking á kjarasamningsmálum er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku og geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti.

Eingöngu er hægt er að sækja um hjá Capacent og er umsóknafrestur til 14. nóvember