Við auglýsum eftir aðalbókara og innheimtustjóra

Aðalbókari og innheimtustjóri

Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni leitar að öflugum starfsmanni í starf aðalbókara og innheimtustjóra. Um 100% starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 5. janúar 2022.

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á öllum þáttum bókhalds, launavinnslu, innheimtu, uppgjöri og skráningu skilagreina.
  • Samskipti og þjónusta við félagsmenn og launagreiðendur.
  • Prófarkalestur á útgefnu efni FVSA.
  • Umsjón með mánaðarlegum greiðsluvinnslum vegna styrkja.
  • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð reynsla og þekking á bókhaldi skilyrði.
  • Góð þekking á upplýsingatæknikerfum.
  • Reynsla af bókhaldsforritinu DK.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og álagsþol.
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2021. Sækja skal um starfið hjá Mögnum í gegnum www.mognum.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Í Félagi verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni eru um 2.400 félagsmenn. Tilgangur félagsins er að vinna að bættum kjörum og hagsmunum sinna félagsmanna. Starfssvæði FVSA er frá Siglufirði í vestri að Grenivík í austri.