Gildandi kjarasamningar

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) mánudaginn 12. desember 2022 og undir samsvarandi samning við Félag atvinnurekanda (FA) þriðjudaginn 13. desember. Samningarnir eru framlenging á Lífskjarasamningnum að því leyti að aðeins var samið um hækkun á launaliðum í nýju samningunum. 

Nýundirrituðum samningum er ætlað að styðja við kaupmátt launa, veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika og skapa forsendur fyrir langtímasamningi.

Samningarnir fela í sér umtalsverða breytingu á launatöflum (sjá nýja launatöflur hér: FVSA/LÍV og SA og FVSA/LÍV FA) og almenna launahækkun upp á 6,75% frá 1. nóvember 2022 þó að hámarki 66.000,- kr. Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5,0% frá 1. nóvember nema um annað hafi verið samið. 

Desemberuppbót fyrir almanaksárið 2023 miðað við fullt starf verður 103.000,- kr. og orlofsuppbót fyrir orlofsárið 1. maí 2023 til 30. apríl 2024 miðað við fullt starf verður 56.000,- kr.

Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Nánar upplýsingar um samninginn: