Þjóð gegn þjóðarmorði - samstöðufundur

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) tekur undir kröfur Samstöðu fyrir Palestínu til stjórnvalda um tafarlausar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Breiðfylking stéttarfélaga um allan heim hefur þegar kallað eftir ákveðnari og málefnalegri aðgerðum vegna ástandsins á Gasa, þar á meðal Uni Europa og ETF, sem FVSA á aðild að í gegnum Landssamband íslenzkra verzlunarmanna.

Við hvetjum félagsfólk til þess að sýna samhug í verki með því að taka þátt í samstöðufundi á Ráðhústorgi kl. 14:00 laugardaginn 6. september.

Viðburðurinn