Íbúð á Costa Blanca, Spáni

(7-14 dagar)
6 rúm
Gasgrill
Nettenging
Sundlaug

Innifalið

Ekki innifalið

Opið verður fyrir bókanir á Villamartín á Spáni 16. september til 15. október, gildir þá fyrstur bókar fyrstur fær! Í þessum bókunarglugga verður opnað fyrir leigutímabilið jól/áramót 2024/2025 og fram á haust 2025 (sjá nánar neðar).

Félagsmenn geta bókað íbúð í nýlegu þriggja hæða fjölbýlishúsi á Spáni, Villamartín Soleil. Íbúðin er í bæjarfélaginu Orihuela Costa, í hverfi sem heitir Villa Martin. Rétt tæplega klukkutíma akstur er frá flugvellinum á Alicante að húsinu.

Um er að ræða rúmgóða íbúð á jarðhæð í fjölskylduvænum, afgirtum íbúðakjarna með flottri útiaðstöðu, verönd beggja vegna og aðgengi að sameiginlegu, niðurgröfnu sundlaugasvæði á næstu hæð fyrir neðan íbúðina. Lyfta og gott hjólastólaaðgengi er í íbúðakjarnanum. Um tuttugu mínútna akstur er niður á strönd.

Í hjónaherberginu er hjónarúm, góður fataskápur og sér baðherbergi með sturtu, útgengt er út á verönd frá hjónaherberginu. Í gestaherbergi er hjónarúm, góðir fataskápar og hægt að ganga út á verönd. Gestabaðherbergi er með salerni, vask og góðri sturtu.

Í björtu alrými er stofa með svefnsófa og borðstofa með samliggjandi eldhúsi sem er búið öllum helstu áhöldum til matargerðar. Úr alrýminu er útgengt um rennihurð út á stóra verönd með borði, stólum, sófasetti, sólbekkjum, gasgrilli og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar.

Svefnaðstaða fyrir 6 manns

  • Hjónarúm x2, svefnstæði fyrir 4  
  • Svefnsófi í alrými, svefnstæði fyrir 2 

Bókunarupplýsingar

  • Opið verður fyrir bókanir frá kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. september 2024 til kl. 12:00 á hádegi 15. október 2024 og gildir þá fyrstur kemur fyrstur fær

  • Leigutímabil og verð:

    • 15. - 22. desember 2024 (€ 560 per viku)
    • 22. des - 5. janúar jól/áramót (€ 1.000 per viku)
    • 15. - 22. apríl 2025/páskar (€ 1.000 per viku)
    • 22. - 30 apríl 2025 (€ 560 per viku)
    • 1. - 31. maí 2025 (€ 650 per viku)
    • Júní, júlí og ágúst 2025 (€ 1.000 per viku)
    • 1. - 23. september 2025 (€ 650 per viku)

  • Lokagreiðsla verður umreiknuð í íslenskar krónur á gengi þess dags sem krafan er stofnuð
  • Hægt er að leigja eina eða tvær samfelldar vikur 
  • Staðfestingargjald per. viku er 30.000,- kr., greiðist við bókun og er ekki endurgreiðanlegt
  • Lokagreiðsla leiguverðs verður á eindaga sem hér segir:
    • Leiga í desember og janúar, eindagi lokagreiðslu er 1. nóvember 
    • Leiga í apríl og maí, eindagi lokagreiðslu er 1. mars 
    • Leiga í júní - september, eindagi lokagreiðslu er 1. maí 
  • 36 orlofspunktar eru dregnir af félagsmanni við leigu
  • Félagið niðurgreiðir hverja leigu um 40.000 kr. sem dregst af heildarleiguverði

Praktísk atriði

Baðhandklæði fylgja leigu, en gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina. Mappa er í íbúð með upplýsingum um húsreglur og öðrum hagnýtum upplýsingum sem tengjast íbúðinni.

  • Þrif eru innfalin í leiguverði, en leigjandi skal skilja vel við 
  • Öryggismyndavélar eru í sameign
  • Bannað er að reykja innandyra, í sameign og á sundlaugarsvæði, þetta á einnig við um veip
  • Leigutakar geta farið inn í íbúðina kl. 15:00 á komudegi
  • Skiptidagar eru á þriðjudögum, nema um jól og áramót, þá á sunnudögum
  • Skila þarf íbúðinni kl. 11:00 á brottfarardegi

Staðsetning og vegalengdir

  • Heimilisfang Villamartin Soleil íbúðakjarnans er: C. Madame Butterfly, 24, 03189 Orihuela, Alicante, Spain, íbúðin er númer 816. Best er að fylgja veg nr. N-332 frá flugvellinum á Alicante.
  • Ef gestir kjósa að vera án bílaleigubíls er hægt að panta akstur frá flugvelli í gegnum https://spann.is/akstur/ 

  • Í um fimm mínútna keyrslu frá íbúðinni er þjónustukjarninn „Villa Martin Plaza“ þar sem finna má vinsæla veitingastaði, bari, apótek og aðra þjónustu: www.villamartinplaza.com

  • Villamartin golfvöllurinn, 18 holur par 72 völlur, er í fimm mínútna keyrslu frá íbúðinni. Erfiður völlur í hæðóttu landslagi sem reynir mjög á hæfni golfarans og er óhætt að segja að það þurfi að nota allar kylfurnar í pokanum. Þessi völlur hefur verið notaður á Evrópsku mótaröðinni og er hannaður af Robert Dean Puttman

  • Matvöruverslanir
    • Víða eru litlar matvöruverslanir þar sem hægt er að nálgast grunnvörur, það er t.d. matvöruverslun í Villamartin Plaza kjarnanum 
    • Supermercado Dialprix er í um 3km fjarlægð: Ctra. de Villamartín, S/N, 03189 Los Dolses, Alicante 
    • Aldi er í um 2km fjarlægð: C. Ontario, 2, 03189 Orihuela, Alicante
  • Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er í um 5km fjarlægð frá íbúðinni - bílferð getur tekið allt að 20 mínútur
  • La Zenia ströndin er í um 5 km fjarlægð frá íbúðinni - bílferð getur tekið allt að 20 mínútur
  • Torrevieja ströndin er í um 6 km fjarlægð frá íbúðinni - bílferð getur tekið allt að 20 mínútur 
Leigutími: Allt árið
Lyklar eru afhentir á skrifstofu