Illugastaðir nr 19

Norðurland
26.000 kr. (Fös-sun)
36.000 kr. (Vika)
105 fm 10 rúm
Heitur pottur
Gasgrill
Nettenging
Sundlaug

Innifalið

Ekki innifalið

Bjálkahús á tveimur hæðum, byggt árið 2001. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsinu frá því það var byggt. Við neðri hæðina er búið að steypa stóran sólpall með góðri grillaðstöðu, gasgrill er á staðnum. Aðalinngangurinn var færður á neðri hæðina, þar er vel búið eldhús og borðstofa, gufubað og baðherbergi með sturtu. Á efri hæðinni er stofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Svefnrými er fyrir sex manns í húsunum, auk tungusvefnsófa í stofu og rúm sem er á neðri hæð.  Það er því tilvalið fyrir stórfjölskylduna en hentar ekki síður minni hópum.
Árið 2006 var lokið við að leggja hitaveitu á svæðið og  var þá lagt vatnshitakerfi í gólf húsa félagsins. Sólpallar voru stækkaðir og heitir pottar settir við húsin. 
Haustið 2017 var lagður ljósleiðari í öll húsin á svæðinu. Í húsin er því komin þráðlaus nettengin og myndlykill frá Símanum þar sem leigendur hafa aðgang að heilmikilli afþreyingu í gegnum Sjónvarpsþjónustu Símanns. 
Sængur fylgja, án líns, sem hægt er að leigja hjá umsjónarmanni í kjarnahúsi.
Yfir sumartímann er á svæðinu opin sundlaug með heitum potti, minigolf og barnaleikvöllur með hoppidýnu.
Klassískur fjölskyldustaður eins og hann gerist bestur hér á landi. Mikið við að vera og óteljandi möguleikar í dagsferðum, gönguferðum og annarri afþreyingu.

Sumar: 
Koma:
 Orlofshúsin eru leigð í viku í senn yfir sumartímann og skipt á föstudögum. Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið eftir kl 16.
Brottför: Húsið skal rýmt eigi síðar en kl 12 á skiptidag. 

Vetur:
Koma: Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsinu eftir kl. 16 á upphafsdegi leigu.
Brottför: Á sunnudögum skal húsið rýmt eigi síðar en kl. 17:00 og aðra daga vikunnar kl. 12:00.

Mokstur
Vakin er athygli á að reynt er að hafa svæðið fært á fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum, Það er ekki mokað á laugardögum. Illugastaðavegur, vegur 833 er mokaður þrjá daga í viku.

Gott að vita: Leyfilegt er að keyra að húsum við komu og brottför, á öðrum tímum skulu vélknúin ökutæki vera á bílastæðum við enda gatna og passa að þau teppi ekki neyðarumferð.
Við komu fær leigutaki þrjá borðklúta, tvær diskaþurrkur, gólfmoppu og tvær rúllur af wc-pappír, ræstiefni er í húsunum. Gott er að hafa með sér auka tuskur og diskaþurrkur.
Gestir þurfa að hafa með sér handklæði, wc-pappír, gúmmíhanska og lín á rúm, hægt er að taka á leigu lín og handklæði. 
Hægt er að fá auka dýnur og sængur hjá umsjónarmanni.
Það er barnastóll og barnaferðarúm í hverju húsi ef vantar fleiri þarf að panta hjá umsjónarmanni
Sundlaug og heitir pottar er á staðnum, verð í sund hefur verið mjög stillt í hóf fyrir orlofsgesti.

Húsið er reyklaust (á líka við um veip). Vinsamlega hendið nikótínpúðum í rusladalla.

Rétt er að minna á að 20 ára aldurstakmark er á leigu íbúðanna, miðað er við afmælisdaginn.

Leigutími: Allt árið
Lyklar eru í lyklaskáp sem er staðsettur er við útidyr, skal lyklum skilað í lyklaskápinn aftur við brottför.