Illugastaðir nr 2 og 12

Norðurland
22.000 kr. (fös - sun)
32.000 kr. (Vika)
48 fm 6 rúm
Heitur pottur
Gasgrill
Nettenging
Sundlaug

Innifalið

Ekki innifalið

Félagið á þrjú hús í sumarhúsabyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal.  Svefnrými er fyrir sex manns í húsum nr. 2 og 12. Sólpallur er við húsin með heitum potti og gasgrilli.

Á svæðinu er sundlaug með heitum potti, minigolf og barnaleikvöllur með ærslabelg. Klassískur fjölskyldustaður eins og hann gerist bestur. Óteljandi möguleikar á dagsferðum, gönguferðum og annarri afþreyingu. 

Í húsunum er þráðlaus nettenging og myndlykill frá Símanum þar sem leigendur hafa aðgang að afþreyingu. 

Yfir sumartímann eru húsin leigð í viku í senn, skipti eru á föstudögum. Leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið eftir kl 16. Húsið skal rýmt eigi síðar en kl. 12 á skiptidag. 

Yfir vetrartímann á leigjandi á rétt á að koma til dvalar í húsið eftir kl. 16 á upphafsdegi leigu. Á sunnudögum skal húsið rýmt eigi síðar en kl. 17:00 og aðra daga vikunnar kl. 12:00.

Mokstur
Vakin er athygli á að reynt er að hafa svæðið fært á fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum, Það er ekki mokað á laugardögum. Illugastaðavegur, vegur 833 er mokaður þrjá daga í viku.

Gott að vita:

  • Leyfilegt er að keyra að húsum við komu og brottför, á öðrum tímum skulu vélknúin ökutæki vera á bílastæðum við enda gatna og gæta skal þess að þau teppi ekki neyðarumferð.
  • Við komu fær leigutaki þrjá borðklúta, tvær diskaþurrkur, gólfmoppu og tvær rúllur af salernispappír, ræstiefni er í húsunum. Gott er að hafa með sér auka tuskur, diskaþurrkur og salernispappír.
  • Gestir þurfa að hafa með sér handklæði og rúmfatnað, hægt er að taka rúmfatnað og handklæði á leigu.
  • Hægt er að fá auka dýnur og sængur hjá umsjónarmanni.
  • Það er barnastóll og barnaferðarúm í hverju húsi. Hægt er að óska eftir fleiri hjá umsjónarmanni

Athugið að gæludýr eru ekki leyfð á landi Illugastaða eða í húsum. 

Húsið er reyklaust (á líka við um veip). Vinsamlega hendið nikótínpúðum í rusladalla.

Rétt er að minna á að 20 ára aldurstakmark er á leigu orlofshúsa hjá félaginu, miðað er við afmælisdaginn.

Leigutími: Allt árið
Lyklar eru í lyklaskáp sem er staðsettur er við útidyr, skal lyklum skilað í lyklaskápinn aftur við brottför.