Hafðu áhrif - kíktu í kaffi!

Kæru félagsmenn,

Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni horfir nú til framtíðar og leitar tækifæra til að betrumbæta þjónustuna við sína félagsmenn. Við bjóðum ykkur því að kíkja í kaffi þar sem við spjöllum um starfsemi félagsins, rýnum í það sem vel er gert og hvað má gera betur. 

Þú getur haft áhrif
Það er félaginu mikilvægt að fá sem flesta að borðinu og með þátttöku gefst þér tækifæri til þess að hafa áhrif með því að segja þína skoðun. Við munum ræða um þjónustuna, sjóði félagsins, orlofsmál, ásýnd félagsins og framtíð. Þitt álit skiptir máli!

Fyrirkomulag
Við munum hafa samband við félagsmenn af handahófi og bjóða þeim að mæta í spjall á skrifstofu félagsins. Þú getur líka óskað eftir þátttöku með því að bóka samtalstíma hér. Við viljum skapa umræður og því verða 6 - 10 manns í hverjum samtalshópi. Stefnt er að því að spjallið taki um 60 mínútur og þegar heim er komið fá þátttakendur senda rafræna könnun um málefnin.

Við vonumst til þess að þið takið vel í boðið og hlökkum til að hitta ykkur!

Fyrir hönd FVSA

Eiður Stefánsson, formaður