Laust í Mánatúni helgina 1.-3.des.

Við vekjum athygli á að vegna forfalla er laust í Mánatúni 13, íbúð 307, núna um helgina 1.-3. desember. Íbúðin eru nýleg og vel búinn. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, rúmgóð stofa, vel búið eldhús með uppþvottavél og baðherbergi með sturtu. Í þvottahúsi er þvottavél og þurrkari. Gistiaðstaða er fyrir sex manns og að auki er barnarúm og barnastóll í íbúðinni.

Hægt er að leigja íbúðina í gegnum félagavefinn eða með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 455-1050.