Ný íbúð í Mánatúni 1

Nýting á orlofshúsum og -íbúðum félagsins hefur verið umfram væntingar undanfarin misseri. Því gleður það okkur að tilkynna kaup félagsins á nýrri tveggja herbergja íbúð í Mánatúni 1 - 302 í Reykjavík. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að gera íbúðina klára fyrir útleigu og var kapp lagt á að endurspegla það góða andrúmsloft sem fylgir öðrum íbúðum félagsins. Við óskum félagsmönnun til hamingju með þessa viðbót sem mun án efa nýtast vel.

Nánari upplýsingar um íbúðina má finna HÉR, til að bóka íbúðina er hægt að fara í gegnum félagavefinn eða hringja á skrifstofu félagsins.