Hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli: Aðgerðir til að takast á við tímabundinn samdrátt í atvinnulífinu vegna COVID 19.

Kæru félagsmenn FVSA.  

Það er alveg ljóst að áhrif af COVID 19 munu koma hart niður á okkar félagsmönnum.  Mörg fyrirtæki munu óska eftir því að starfsmenn þeirra fari á hlutabætur og hvetjum við okkar félagsmenn til samvinnu. 
Þeir sem hafa 400.00 kr. laun fyrir 100% vinnu og fara á hlutabætur skerðast ekki í launum en allir fyrir ofan það skerðast ( sjá reiknivél vinnumálastofnun ). 
En höfum það í huga að allir sem fara á hlutabætur/atvinnuleysisbætur ávinna sér ekki inn orlof, desemberuppbót eða orlofsuppbót af atvinnuleysisbótum

Við hvetjum félagsmenn okkar sem fara á atvinnuleysisbætur að greiða félagsgjaldið af atvinnuleysisbótum til stéttarfélagsins til að tryggja full réttindi í félaginu meðal annars úr sjúkrasjóði. 

Þegar sótt er um hlutabætur þarf atvinnurekandi og starfsmaður að skrifa undir samkomulag um hlutabætur en samkomulagið má finna á heimasíðu FVSA og ASÍ,  bæði atvinnurekandi og starfsmaður þurfa svo að sækja um hjá vinnumálastofnun.  
FVSA hvetur félagsmenn sína til þess að kynna sér réttarstöðu sína vel og vandlega en fjölmargar upplýsingar er hægt að finna inná vef ASÍ, sjá hér og heimasíðu FVSA sjá hér.

F.h Stjórnar FVSA

Eiður Stefánsson Formaður