Niðurstaða kosningu

Verkfallsboðun á félagssvæði FVSA var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem tilheyra SA en kosning hjá félagsmönnum sem tilheyra FA fór jafnt þannig að félagsmenn sem tilheyra FA fara ekki í verkfall. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn og lauk kl 12 á hádegi í dag, þriðjudaginn 19. maí.

Heildarniðurstöður eru sem hér segir: 

  • SA : Alls sögðu 322 já við boðun verkfalls eða 74.5% en 98 sögðu nei eða 22.7%. Auð atkvæði voru 12 eða 2,8%. Kosningaþátttaka var 28.94%, á kjörskrá voru 1493. 
  • FA : Alls sögðu 8 já við boðun verkfalls eða 50% og 8 sögðu nei eða 50%. Auð atkvæði voru engin. Kosningaþátttaka var 57.14%, á kjörskrá voru 28. 

Undirbúningur verkfallsaðgerða heldur því áfram hjá SA félögum en FA félaga fara ekki í verkfall, fyrirhugað er að undirbúningur hefjist með 2ja daga verkfalli starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum þann 28. maí. Tveggja daga verkföll í fleiri starfsgreinum fylgja svo í kjölfarið en þann 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall. Sjá nánar hér.