Vinnustöðvun og skipulag verkfallsaðgerða

Fé­lags­menn í FVSA, aðild­ar­fé­lög­um Lands­sam­bands ísl. verzl­un­ar­manna og Flóa­banda­lags­ins, þ.e. Efl­ing­ar, Hlíf­ar og VSFK, hafa verið samn­ings­laus­ir í tvo mánuði og hafa fé­lög­in nú boðað  til at­kvæðagreiðslu um verk­föll á fé­lags­svæðum sín­um. Verði verk­föll samþykkt hefjast aðgerðir fimmtu­dag­inn 28. maí.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu kem­ur fram að fé­lög­in hafi und­an­farna mánuði reynt að ná sátt við at­vinnu­rek­end­ur um grund­völl nýrra kjara­samn­inga en ár­ang­ur­inn hef­ur verið rýr. Öll stétt­ar­fé­lög­in vísuðu deil­um sín­um til rík­is­sátta­semj­ara þann 17. apríl síðastliðinn. Þrátt fyr­ir milli­göngu hans hafa viðræður reynst ár­ang­urs­laus­ar og var þeim öll­um slitið und­ir lok apríl. 

„Ákvörðun um vinnu­stöðvun er ekki auðveld og er verk­falls­vopn­inu aldrei beitt nema í ítr­ustu neyð. En viðbrögð at­vinnu­rek­enda gagn­vart sann­gjörn­um kröf­um okk­ar eru slík að við eig­um engra annarra kosta völ. At­vinnu­rek­end­ur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann far­veg að þær skili ár­angri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú at­kvæði um eru þannig eina leið okk­ar til að knýja á um breyt­ing­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Sam­eig­in­lega hafa þessi fé­lög sterk­an málstað. Það er mat fé­lag­anna að stuðning­ur við fyr­ir­hugaðar aðgerðir sé víðtæk­ur og al­menn­ur meðal fé­lags­manna. Mark­mið okk­ar er ekki að valda tjóni, held­ur leggja áherslu á þær kröf­ur að jafn­ræði ríki meðal launa­fólks í ís­lensku sam­fé­lagi.

Skipu­lag vinnu­stöðvana fé­lag­anna er með þeim hætti að dag­ana 28. maí til og með 5. júní verða tveggja daga verk­föll í til­tekn­um at­vinnu­grein­um á fé­laga­svæði VR, LÍV og aðild­ar­fé­laga Fló­ans. Frá og með 6. júní hefst ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall.

Hér að neðan er birt yf­ir­lit yfir skipu­lag aðgerðanna.

Hvenær ?

Hvar ?

28. maí og 29. maí

Hóp­bif­reiðafyr­ir­tæki - frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí

30. maí og 31. maí

Hót­el, gisti­staðir  -  frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí

31. maí og 1. júní 

Flugaf­greiðsla - frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní

2. júní og 3. júní

Skipa­fé­lög og mat­vöru­versl­an­ir - frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní

4. júní og 5. júní

Olíu­fé­lög - frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní

6. júní

Ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall hefst kl. 00:00 6. júní 2015

 

„Sam­eig­in­lega hafa þessi fé­lög sterk­an málstað. Það er mat fé­lag­anna að stuðning­ur við fyr­ir­hugaðar aðgerðir sé víðtæk­ur og al­menn­ur meðal fé­lags­manna. Mark­mið okk­ar er ekki að valda tjóni, held­ur leggja áherslu á þær kröf­ur að jafn­ræði ríki meðal launa­fólks í ís­lensku sam­fé­lagi.

Á síðustu miss­er­um hafa ríki og sveit­ar­fé­lög markað nýja stefnu í kjara­mál­um sem veld­ur því að ójöfnuður hef­ur auk­ist.  Þessi stefna hef­ur valdið mis­vægi í kaup­mætti hópa launa­fólks. Við þetta verður ekki unað.

Krafa okk­ar sem hér kynn­um sam­eig­in­lega aðgerðir á vinnu­markaði er ein­föld; að kjör fé­lags­manna okk­ar verði leiðrétt. Við lögðum okk­ar af mörk­um við gerð síðustu kjara­samn­inga og sýnd­um ábyrgð. Við öxl­um hins veg­ar ekki ein ábyrgð á stöðug­leika á vinnu­markaði. Það dug­ar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinn­ing­ar stöðug­leika eiga ein­ung­is að falla í skaut  at­vinnu­rek­enda en launa­fólki verði ein­ung­is skammtaðar lág­marks­hækk­an­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lög­un­um.