Ég fékk ekki kjörgögn send í pósti og get ekki kosið, hvað á ég að gera?
- Þeir sem EKKI hafa fengið send kjörgögn eða hafa ekki aðgang að rafrænum atkvæðaseðli nú þegar atkvæðagreiðslan er hafin en telja sig eiga rétt til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, vinsamlega hafið samband við Guðlaugu með tölvupósti - gulla@fvsa.is - eða með því að hringja í skrifstofu félagsins í síma 455-1050.
Hvenær hefjast verkfallsaðgerðir?
- Ef samþykki fæst í atkvæðagreiðslu um verkfall meðal félagsmanna er stefnt að því að hefja aðgerðir um mánaðamótin maí / júní.
- Sjá nánar um skipulag aðgerða.
Til hverra nær mögulegt verkfall?
- Verkfall tekur til allra sem taka laun skv. kjarasamningum félagsins, sjá hér umfjöllun á vef Alþýðusambandsins.
- Atkvæðagreiðsla um verkfall og verkfallsaðgerðir taka þannig til félagsmanna FVSA sem starfa samkvæmt báðum aðalkjarasamningum félagsins, þ.e. samningi við Samtök atvinnulífsins og samningi við Félag atvinnurekenda.
- Verkfall, ef af verður, tekur einnig til þeirra sem starfa samkvæmt fyrirtækjasamningi sem heyrir undir aðalkjarasamninga félagsins .
- Ef verkfallsaðgerðir eru samþykktar í atkvæðagreiðslu, tekur sú ákvörðun til allra sem í hlut eiga, óháð því hvort þeir greiddu atkvæði með eða á móti verkfalli í atkvæðagreiðslu.
Eru þeir sem semja um laun sín sjálfir beint við atvinnurekanda undanþegnir verkfalli?
- Komi til verkfalls, tekur verkfallsboðun til allra sem starfa samkvæmt þeim kjarasamningi sem við á og á það bæði við um þá sem taka laun samkvæmt taxta og markaðslaunakerfi.
Má einhver ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli?
Mega eigendur fyrirtækja vinna í verkfalli?
Hvernig verður greiðslum úr Vinnudeilusjóði háttað til félagsmanna í verkfalli, ef til þess kemur?
- Stjórn FVSA hefur samþykkt tilhögun greiðslna úr sjóðnum til félagsmanna í verkfalli, komi til þess. Í aðgerðum dagana 28. maí til og með 5. júní er gert ráð fyrir að greidd verði 80% af launum en að hámarki kr. 16.200 á dag.
- Í ótímabundnu allsherjarverkfalli er gert ráð fyrir greiðslu að hámarki 180 þúsund krónur á mánuði til félagsmanns í fullu starfi, en greiðsla yrði í samræmi við starfshlutfall.
Ef starfsmaður er í orlofi eða veikindum þegar verkfall hefst sem tekur til hans vinnustaðar, hvernig eru reglur um launagreiðslur?
- Í þeim tilfellum þegar starfsmaður er í orlofi þegar verkfall hefst hættir viðkomandi starfsmaður að vera í orlofi og fær ekki orlofslaun á frá sínum vinnuveitanda. Það orlof sem þannig fellur niður er síðan tekið út síðar í samráði við vinnuveitanda. Starfsmaðurinn fær greitt úr vinnudeilusjóði eins og aðrir félagsmenn skv. ákvörðun stjórnar.
- Sama á við um starfsmann sem er í veikindum, þegar verkfall skellur á – hann hættir að fá greiðslu frá vinnuveitanda í veikindum og nýtur greiðslna úr vinnudeilusjóði skv. ákvörðun stjórnar sjóðsins.
____________________________________________________
SJÁ ÍTARLEGA UMFJÖLLUN UM VERKFÖLL Á HEIMASÍÐU ASÍ
____________________________________________________