FVSA vill koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna sinna um það hvernig greiðslum í verkfalli verður háttað, komi til þess. Stjórn FVSA hefur samþykkt að dagana 28. maí til og með 5. júní verði greitt 80% af launum en að hámarki kr. 16.200 á dag. Um er að ræða tveggja daga verkfall í senn í nokkrum atvinnugreinum.
Í ótímabundnu allsherjarverkfalli er gert ráð fyrir greiðslu að hámarki 180 þúsund krónur á mánuði til félagsmanns í fullu starfi, en greiðsla yrði í samræmi við starfshlutfall. Fyrirhugað er að til allsherjarverkfalls komi frá og með 6. júní, ef ekki hefur verið samið fyrir þann tíma.
Til að fá verkfallsdaga í maí greidda þarf að skila inn gögnum í síðasta lagi 15. júní og til að fá verkfallsdaga í júní þarf að vera búið að skila inn gögnum í síðasta lagi 15. Júlí.
Verkfallssjóður á miðað við þessar úthlutunarreglur að duga fyrir launum í 16 daga allsherjarverkfalli.